Morgunútvarpið

29. september - Írland, mannauður og eldgos

Sólveig Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur, sem þekkir vel til á Írlandi, ræðir við okkur um forsetakosningarnar framundan.

Hvernig náum við árangri með ungu starfsfólki á vinnustað? Þetta er nokkuð sem Daði Rafnsson íþróttasálfræðiráðgjafi og afreksþjálfari fer yfir á mannauðsdeginum í vikunni. Hann kemur til okkar ásamt Adriönu Karólínu Pétursdóttur mannauðssérfræðingi og formanni Mannauðs.

Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, fer yfir fréttir úr heimi tækninnar.

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, ræðir við okkur um stöðuna á Sundhnúksgígaröðinni.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður fer með okkur yfir það sem er helst úr íþróttunum.

Frumflutt

29. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,