Morgunútvarpið

24. mars - Málefni barna, mataræði og landsleikur

Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar, stuðningssveit íslensku landsliðanna í knattspyrnu, verður á línunni frá Spáni í upphafi þáttar þar sem íslenska karlalandsliðið tapaði gegn Kósóvó í gær.

Í nýrri rannsókn fundust skýr tengsl tengsl á milli vestræns mataræðis hjá mæðrunum og ADHD og einhverfu hjá börnum þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa vakið hörð viðbrögð. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild ræðir málið við okkur.

Kjartan Þorbjörnsson eða Golli vann Mynd ársins 2024 um helgina. Hann flutti ræðu um aðgengismál fjölmiðlafólks við afhendinguna þar sem hann sagði ma. frá því ljósmyndurum var meinaður aðgangur einu stærsta fréttamáli síðasta árs, þegar Grindvíkingar þurftu flytja úr húsnæðum sínum með hraði. Hann kemur til okkar.

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum málefni barna og þau verkefni sem bíða nýs mennta- og barnamálaráðherra.

Íþróttir helgarinnar. Almarr Ormarsson.

Nokkur umræða hefur verið undanfarið um svokallaða gervilistamenn á Spotify. Máni Pétursson, umboðsmaður og fjölmiðlamaður, ræðir þessi mál við okkur en hann skrifaði færslu á Facebook síðu sína um helgina þar sem hann kallaði Spotify viðbjóð.

Frumflutt

24. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,