Morgunútvarpið

26. sept. -Haustverkin, Antifa, Skammarþríhyrningurinn o.fl..

Fyrsta haustlægðin er sannarlega mætt og því er ekki seinna vænna en leiða hugann helstu haustverkum í garðinum. Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur leiðir okkur í gegnum þau.

Bandaríkjaforseti undirritaði í vikunni tilskipun þess efnis Antifa teljist hryðjuverkasamtök innanlands. Hvað er Antifa? Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor fer með okkur yfir það.

Frá þeim sem færðu okkur verkið Góðan daginn faggi, kynnir Stertabenda Skammarþríhyrninginn -óþægilegasta en jafnframt fyndnasta verk ársins. Það segja í það minnsta Bjarni Snæbjörnsson og Embla Guðrúnar-Ágústsdóttir sem líta við í föstudagsspjall.

Á Íslandi eru engar kröfur um lágmarksbirgðir eldsneytis. Það segir Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknarflokks vera alvarlegt mál og skorar á ríkisstjórnina bæta úr. Hún mætir ásamt Aðalsteini Leifssyni þingmanni Viðreisnar.

Samúel Karl Ólason blaðamaður á Vísi og Sunna Valgerðardóttir fara loks yfir fréttir vikunnar með okkur.

Frumflutt

26. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,