Morgunútvarpið

29. ágúst -Þýskir hershöfðingjar, skortur á unglingabókum, stytting sumarfrís o.fl..

Bæjarhátíðin Í túninu heima fagnar 20 ára afmæli þessa helgina. Í undirbúningi og skipulagningu hátíðarinnar var lögð áhersla á forvarnir og fjölskylduvæna hátíð sem skapar jákvæða upplifun gesta. Við fáum Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar í fyrsta bolla.

Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur, ræðir við okkur um heimsókn yfirmanns þýska hersins hingað til lands og fréttir þess efnis Þýskaland sæki fram í iðnaði sem tengist hernaði.

Einar Eysteinsson, sem sér um skólabókasafnið í Vatnsendaskóla, skrifaði færslu á Facebook síðu sína í gær þar sem hann benti á engin bók hafi verið gefin út fyrir unglinga á aldrinum 12 - 18 ára það sem af er ári, hvorki þýdd eftir íslenskan höfund. Við ræðum við hann um lestur og börn hér á eftir.

Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundaráðgjafi telur mikilvægt stytta sumarfrí grunnskólabarna á Íslandi um tvær vikur. Við ræðum við Erling og Líf Magneudóttur, borgarfulltrúa VG, um þessar hugmyndir.

Við förum yfir fréttir vikunnar með Margréti Tryggvadóttur rithöfundi og Þórarni Hjartarsyni hlaðvarpsstjórnanda og hnefaleikaþjálfara.

Frumflutt

29. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,