Morgunútvarpið

1. september - Stjórnmál, körfubolti og tækni

Blíðviðri er í kortunum á suðvesturhluta landsins. Búist er við miklu sólskini í dag og á morgun, þótt einhverjar síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla. Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur segir spána afar hagstæða á höfuðborgarsvæðinu, og á Suður- og Vesturlandi. Við rýnum í kortin með honum.

Í dag hefst Gulur september. Ragna Kristmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ræðir við okkur um sálræna skyndihjálp og fleira.

Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, ræðir við okkur um fréttir úr heimi tækninnar.

Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum stöðu flokksins og stjórnmálin í kjölfar flokksráðsfundar helgarinnar.

Við förum síðan venju samkvæmt yfir íþróttir helgarinnar eftir fréttayfirlit hálf níu.

Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor rýnir með okkur í stöðuna í pólitíkinni þegar við leggjum inn í kosningavetur.

Frumflutt

1. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,