Morgunútvarpið

12. maí - Kauphöllin, Ye og neytendur

Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð, sem hófst á laugardagsmorgun, lauk á fjórða tímanum í nótt með sigri Kristins Gunnars Kristinssonar. Elísabet Margeirsdóttir, einn skipuleggjenda, verður á línunni í upphafi þáttar.

Er hættulega auðvelt gabba neytendur þegar kemur mat og næringu? Valdimar Sigurðsson, prófessor við viðskiptadeild HR segir svo vera. Við heyrum í honum.

Fyrsti Bandaríski páfinn var valinn af kardínálum kaþólsku kirkjunnar fyrir helgi. Hann valdi sér nafnið Leó. Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur segir hann þar með hafi hinn nýi páfi gefið skýr félagspólitísk skilaboð. Við ræðum málið við Bjarna.

Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum óvissu á mörkuðum.

Við förum síðan yfir íþróttir helgarinnar, eins og alltaf á mánudögum.

Kanye West, einn áhrifamesti tónlistarmaður síðustu ára, gaf um helgina út lag af væntanlegri plötu þar sem hann segist vera nasisti. Hvaða þýðingu hefur það vinsæll listamaður tali með þessum hætti og hvað segir það okkur um samfélagið og söguskilning? Við ræðum við Ingibjörgu Þóru Haraldsdóttur, sagnfræðing, og Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarsérfræðing og aðjúnkt í félagsfræði.

Frumflutt

12. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,