Morgunútvarpið

12. des -Gufulýðræði, ólympískar hetjusögur, fréttir vikunnar o.fl..

Það vakti athygli okkar þegar við fjölluðum um nýju sánaklefana í Vesturbæjarlaug samráð var haft við sundlaugargesti áður en endurbæturnar hófust. Í vikunni voru niðurstöður samráðsins birtar en auglýst hafði verið eftir hugmyndum og í kjölfarið svöruðu fleiri en 600 gestir könnun þar sem hlutskörpustu leiðirnar voru bornar saman. Við hringjum í Önnu Kristínu Sigurðardóttir, forstöðumann Vesturbæjarlaugar, og heyrum meira af þessari lýðræðislegu leið.

Ævintýrin enn gerast! Þórbergur Ernir Hlynsson varð Norðurlandameistari unglinga í sínum þyngdarflokki á dögunum. Ævintýrið gekk þó ekki þrautarlaust fyrir sig og leit alls ekki út fyrir sigurinn myndi hafast á köflum. Við rekjum ferðalagið með Þórbergi og Sigurði Darra Rafnssyni þjálfaranum hans.

Talsverðar umræður sköpuðust um EES í gær þegar varaformaður Miðflokksins sagði hagsmunum Íslands betur borgið utan samningsins næðist ekki bremsa af fjölgun útlendinga. Dómsmálaráðherra sagði það árás gegn íslensku efnahagslífi. Hvað erum við tala um hérna? Eiríkur Bergman prófessor í stjórnmálafræði kryfur það með okkur.

Það var margt frétta í vikunni. Við förum yfir það helsta með Ingu Auðbjörgu Straumland og Þórarni Hjartarsyni.

Frumflutt

12. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.

Þættir

,