Morgunútvarpið

9. jan - Handbolti, kjaramál og hlutabréf

Hvernig við tölum um mataræði, kúra og átök getur haft mikil áhrif á geðheilsu barnanna okkar. Berglind Lilja Guðlaugsdóttir næringafræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins kemur til okkar.

Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM kemur til okkar og fer yfir stöðuna í kjarabaráttunni með okkur.

Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital, ræðir við okkur um bjartsýni á íslenskum hlutabréfamarkaði, og spá um 17 prósent hækkun líftæknifyrirtækja á árinu.

Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og fisksali, ræðir við okkur um HM í handbolta og vináttulandsleikinn gegn Svíþjóð í dag.

Við ræðum skógareldana í LA við Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing.

Frumflutt

9. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,