Morgunútvarpið

28. ágúst - Grænland, loftslagsmál og sameiningar

Tillaga samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps var kynnt á íbúafundi í Borgarnesi í gærkvöldi. Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar, verður á línunni í upphafi þáttar.

Austfirðingar geta ekki gengið því sem vísu næstu jarðgöng verði á Austurlandi og til greina kemur einnig breyta forgangsröðun á jarðgöngum innan landshlutans. Á Austurlandi hefur verið barist fyrir nokkrum stórum verkefnum, þar á meðal Fjarðarheiðargöngum til Seyðisfjarðar. Hvernig líður Seyðfirðingum með málið? Við ræðum við Aðalheiði Borgþórsdóttur Seyðfirðing og Markaðsstjóra hjá Höfnum Múlaþings.

Ísland mætir Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta í dag. Gunnar Birgisson lýsir leiknum og hitar upp með okkur.

Í gær var greint frá því horfur á Ísland nái loftslagsskuldbindinum sínum fari versnandi. Við ræðum losun og stöðu loftslagsmála við Dag B. Eggertsson, þingmann Samfylkingarinnar, og Höllu Hrund Logadóttur, þingmann Framsóknarflokksins.

Sagt var frá því í gær dönsk stjórnvöld væru uggandi vegna ferða manna með náin tengsl við Trump Bandaríkjaforseta til Grænlands. Heimildir ríkisfjölmiðilsins DR segja Bandaríkin stunda upplýsingahernað til leggja grunn yfirtöku á Grænlandi. Hver er staða Grænlendinga í þessu öllu saman? Vilborg Ása Guðjónsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðgjafi hjá Vestnorræna ráðinu ræðir það við okkur.

Frumflutt

28. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,