Morgunútvarpið

9. Sept -Þjóðsöngvar, vinnumakar, aðgerðir gegn Ísrael o.fl..

Utanríkisráðherra kynnti í gær aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hyggjast grípa til gagnvart ísraelskum stjórnvöldum vegna grimmdarverka þeirra í Palestínu. Félagið Ísland-Palestína hefur lengi kallað eftir því stigið verði fastar til jarðar í þeim málum. Hjálmtýr Heiðdal formaður félagsins og Magnús Magnússon stjórnarmaður koma til okkar.

Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt og tónlistarsérfræðingur, ræðir við okkur um nýja rannsókn þar sem þjóðsöngvar 176 landa voru greindir út frá því hvaða tilfinningar tónlistarleg einkenni laganna geta vakið.

Vísir fjallaði í gær ítarlega um vinnumaka - samstarfsfélaga sem telst ígildi þess eiga maka í vinnunni. Við ræðum þessi mál við Adriönu Karólínu Pétursdóttur, formann Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, rýna í fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

RÚV tilkynnir um þáttöku í Eurovision á næsta ári á komandi dögum. Þáttakan er með fyrirvara. Slóvenska ríkisútvarpið, RTVSLO, tilkynnti um helgina það ætlaði ekki taka þátt í Eurovision ef Ísrael yrði leyft keppa. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ræðir afstöðu RÚV við okkur.

Frumflutt

9. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,