Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, verður á línunni í upphafi þáttar um kaup á yfir 5.000 sólmyrkvagleraugu sem verður dreift þegar nær dregur sólmyrkvanum 12. ágúst 2026, sem mun vara hvað lengst á Vestfjörðum.
Í gær var Louvre safninu í París lokað vegna ráns sem framið var þar. Ræningjarnir eru sagðir hafa flúið af vettvangi með níu gripi úr skartgripasafni Napóleons, á rafhlaupahjólum. Við viljum vita meira. Kristín Jónsdóttir, parísardaman, kemur til okkar.
Sævar Helgi Bragason fer yfir fréttir úr heimi vísindanna.
Verkfall Félags íslenskra flugumferðarstjóra hafði umtalsverð áhrif á áætlunarflug í nótt. Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, ræðir stöðuna.
Almarr Ormarsson, íþróttafréttamaður, fer yfir helgina og það sem framundan er.
Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambands Íslands, ræðir fréttir um ofbeldi nemenda gagnvart starfsfólki skóla sem voru áberandi í gær.