Morgunútvarpið

4. febrúar - Þing, verkföll og kauphöllin

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, verður gestur minn í upphafi þáttar en ríkisstjórnin samþykkti í gær aðgerðir til fjölga lögreglumönnum. Við ræðum þær og annað sem tengist lögreglunni í þingmálaskránni sem birt var í gær.

Mögulegt tollastríð frumkvæði Bandaríkjanna hefur skapað ólgu og leitt til töluverða lækkana á hlutabréfamörkuðum. Ég ætla ræða stöðuna hér heima og áhrif alþjóðamálanna við Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar.

Og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið banna fjarvinnu hjá fjölda opinberra starfsmanna og skipað þeim mæta aftur í staðvinnu eins fljótt og hægt er, með þeim rökum margir muni ekki láta sjá sig og hafi jafnvel verið í annarri vinnu á sama tíma og þeir þáðu laun í fjarvinnu hjá ríkinu. Í úttekt Forbes í gær kom fram 14 prósent starfsmanna hjá stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna hafi sagt upp störfum eftir dregið var úr fjarvinnu og krafa gerð um mætingu fimm daga vikunnar. Ég ræði þessar breytingar við Adríönu Karólínu Pétursdóttur, formann Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

Formenn ríkisstjórnarflokkanna kynntu í gær verkefnalistann á vorþingi og þingmálaskrá. Til rýna í þetta allt saman koma til mín Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.

Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, ræðir við mig um fréttir úr heimi vísindanna.

Sturla Brynjólfsson, barnasálfræðingur, verður gestur minn í lok þáttar þegar við ræðum áhrif kennaraverkfallsins á þau rúmlega fimm þúsund börn sem sitja heima og hvernig foreldrar geta skipulagt tímann svo börnunum líði sem best.

Frumflutt

4. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,