Morgunútvarpið

Símafrí í skólum, 30 hunda heimili, nýtt viðburðahús í Garðabæ, pólitíkin í Reykjavík og Danska konan

Í gær sagði Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, frá dapri niðurstöðu símabanns úr ónefndri unglingadeild í grunnskóla á Facebook-síðu sinni. Sagði hann krakkana nota hverja lausa stund til fara af skólalóð til komast á netið og gangar standi tómir ásamt félagsmiðstöðvum. Nokkrir gripu til varna fyrir símabannið og Morgunútvarpið hóaði í Ómar Örn Magnússon, skólastjóra Hagaskóla, til segja okkur hvernig símabannið gengur þar og víðar.

Hjónin María Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Eyfjörð Ómarsson eru með 30 husky hunda. Á nóttunni skipta þau hundum í tvo hópa. Yngri hópurinn sefur á ákveðnum stað og eldri á öðrum. Fjórir elstu hundarnir sofa inni svefnherbergi hjá þeim. En hvernig er annars venjulegur dagur á þessu óvenjulega heimili? Við slóum á þráðinn norður og heyrðum í Maríu Björk.

Um þessar mundir eru 50 ár liðin frá því bæjarstjórn Garðabæjar fundaði í fyrsta skipti. Í tilefni af afmælinu var samþykkt vinna byggingu samfélags- og viðburðahúss í bænum. Almar Guðmundsson bæjarstjóri sagði okkur betur frá því.

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 16. maí og styttist í flokkarnir kynni framboðslista sína. Spennan hefur magnast í Reykjavík undanfarna daga og til fara yfir málin fengum við til okkar tvo fyrrverandi borgarfulltrúa, þær Katrínu Atladóttur og Kristínu Soffíu Jónsdóttur.

Danska konan hefur komið eins og stormsveipur á dagskrá RÚV. Þættirnir eru bæði skemmtilefgir og óhefðbundnir og þegar maður horfir á þá er eðlilegt velta fyrir sér hvað er á bakvið þennan magnaða karakter, sem danska konan í túlkun Trine Dyrholm er. Við fengum Ólaf Egilsson, annan af handritshöfundum þáttanna, í spjall til kafa örlítið undiryfirborðið þegar tveir þættir af seríunni hafa verið sýndir.

Frumflutt

7. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,