Morgunútvarpið

12. sept - Mars, skautun og þingið

NASA tilkynnti í vikunni um fundist hafi skýrari merki en nokkru sinni um einhvern tímann hafi verið líf á mars. Sævar Helgi Bragason fer í saumana á málinu fyrir okkur.

Leikið er til úrslita á EM í körfubolta um helgina. Benedikt Guðmundsson kíkir til okkar og ræðir mótið og helgina framundan.

Morðið á Charlie Kirk, bandarískum áhrifavaldi á hægri væng bandarískra stjórnmála, hefur vakið sterk viðbrögð síðastliðinn sólarhring. Voðaverkið því miður aðeins eitt af fleiri voðaverkum tengdum heift og skautun í Bandaríkjunum. Er þetta heift sem markvisst er ýtt undir hjá fólki og ýtir gjörningurinn undir enn frekari heift? Hulda Þórisdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands kemur til okkar.

Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar, og Tómas Þór Þórðarson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gera upp vikuna í lok þáttar.

Frumflutt

12. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,