Morgunútvarpið

7. mars -Kína, vellíðan á vinnustað, ódýr matur, Formúlan o.fl..

Stjórnvöld í Kína sögðu í gær landið tilbúið berjast til enda gegn Bandaríkjunum í tollastríði, viðskiptastríði eða hvers kyns öðru stríði. Við ræðum samskipti þessara ríkja við Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum, í upphafi þáttar.

Sálfélagslegt öryggi er lykilþáttur í því byggja upp heilbrigt, árangursríkt og sjálfbært vinnuumhverfi. Þetta segir Andri Haukstein Oddsson sálfræðingur. Það Kannski er ágætt byrja á því spyrja hvað er sálfélagslegt öryggi? Andri kíkir til okkar.

Í Íslandi í dag í vikunni var rætt við konu sem hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum þar sem hún sýnir meðal annars hvernig hún kemst af með nokkur þúsund krónur í vikumatseðil fyrir sína fjögurra manna fjölskyldu. En gengur það upp hérlendis borða ódýrt en rétt og hollt? Við ræðum þau mál við Birnu Þórisdóttur, lektor í næringarfræði.

Örnefnanefnd hefur gert Reykjavíkurborg endurnefna götuna Bjargargötu þar sem nefndin telur götuheitin Bjargargata og Bjarkargata of lík og til þess fallin valda ruglingi. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, leiðir örnefnanefnd, og ræðir við okkur um verkefni hennar og nýlega úrskurði.

Formúlan er fara aftur af stað. Birgir Þór Harðarson þekkir þessa keppni betur en flestir og ræðir við okkur.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar, í þetta skiptið með Hólmfríði Maríu Ragnhildardóttur, fréttamanni á Morgunblaðinu, og Pétri Magnússyni, fréttamanni á RÚV.

Frumflutt

7. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,