Morgunútvarpið

11. ágúst - ESB, meindýr og gervigreind

Ísland vann til 25 verðlauna á HM íslenska hestsins sem lauk í Sviss í gær. Hulda G. Geirsdóttir verður á línunni þaðan.

Hugbúnaðarfyrirtækið OpenAI, sem hefur verið brautryðjandi á sviði gervigreindar, kynnti fyrir helgi nýjustu útgáfuna af spjallmenninu ChatGPT, ChatGPT 5, sem samkvæmt þeim er sérfræðingur í nánast öllu. Ég ræði við Hafstein Einarsson, dósent við tölvunarfræðideild Háskóla Íslands og sérfræðing í gervigreind.

Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, ræðir við mig um fréttir úr heimi vísindanna.

Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir, verður gestur minn eftir átta fréttir en um helgina var bæði greint frá því óvenju mikið væri um veggjalús hér á landi og þá hefði útköllum vegna rottuumgangs fjölgað verulega.

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður, fer yfir íþróttir helgarinnar og það sem framundan er.

Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður og lögmaður, skrifaði á dögunum grein í Morgunblaðið þar sem hann nefndi nokkrar ástæður þess Ísland eigi ekki íhuga aðild Evrópusambandinu. Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og stjórnarmaður í Evrópuhreyfingunni svaraði Sigurði með grein sem bar heitið „Ísland á víst íhuga aðild ESB.“ Þeir ræða þessi mál í lok þáttar.

Frumflutt

11. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,