Morgunútvarpið

22. okt -Krabbameinsfélagið, pólska leiðin, upplýsingahernaður o.fl..

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum gagnrýni á félagið og bleika daginn sem er í dag.

Við höfum töluvert rætt um stöðu íslenskunnar undanförnu, en hvernig stendur vesturíslenskan í Norður-Ameríku? Helga Hilmisdóttir, sviðsstjóri hjá Árnastofnun, þekkir þau mál vel og ræðir við okkur um tunguna og söguna.

Við ætlum halda áfram umræðu um tekjuskatt og leiðir til létta undir með ungum fjölskyldum í ljósi frétta frá Póllandi þar sem tveggja barna foreldrar verða samkvæmt nýjum lögum undanþegnir tekjuskatti. Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, ræðir þessi mál við okkur.

Við heyrum reglulega minnst á upplýsingahernað Rússa þessi misserin, ekki síst í tengslum við pólitík vestrænna landa. Hvað erum við nákvæmlega tala um? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir sökkti sér í málið í meistaranámi sínu og segir okkur hverju hún varð nær fyrir vikið.

Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, ræðir við okkur um sérstaka stöðu á fasteignamarkaði.

Niðurstöður nýjustu mælingar Maskínu sýna fylgi stjórnmálaflokkanna er á talsverðri hreyfingu. Við tökum púlsinn á pólitíkinni með Ólafi Þ. Harðarsyni prófessor emeritus í stjórnmálafræði.

Frumflutt

22. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,