28. Jan. -Samskipti S-Ameríku og USA, ríkisstjórnarvandræði, átröskun barna o.fl..
Við ræðum nýlegar raforkuverðshækkanir sem hafa mikil áhrif á garðyrkjubændur í ylrækt og hafa að undanförnu leitt til hærra vöruverðs á íslensku grænmeti. Við heyrum í Axel Sæland formanni garðyrkjudeildar bændasamtakanna.
Börnum sem þarfnast meðferðar vegna átröskunar hefur fjölgað verulega undanfarin ár. Guðrún Erla Hilmarsdóttir og Unnsteinn Jóhannsson, verkefnastjórar og ráðgjafar hjá BUGL koma til okkar.
Við ræðum hótanir um tollastríð milli Bandaríkjanna og Kólumbíu og brottvísanir USA til Suður-Ameríku síðustu daga við brasilíska þýðandann Luciano Dutra.
Hvað gerist ef flokkur í ríkisstjórn fer á hausinn? Eiríkur Bergmann lítur við í morgunútvarpinu og ræðir stöðuna og fleira tengt ríkisstjórninni.
Guðmundur Jóhannsson verður með sitt hálfsmánaðarlega tæknihorn.
Frumflutt
28. jan. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.