Morgunútvarpið

12. nóv -Mökkur, íslenskan, símabann o.fl..

Á höfuðborgarsvæðinu hefur nokkuð áberandi mistur legið yfir helstu umferðargötum og nágrenni þeirra. Við ræðum loftgæðin við Þorstein Jóhannsson, sérfræðing í loftgæðum hjá Umhverfis- og Orkustofnun.

Yfir 6,5 prósenta atvinnuleysi mælist á Suðurnesjum. Vinnumálastofnun hefur gripið til aðgerða og opnað atvinnutorg til styðja þá sem hafa misst vinnuna. Við ræðum stöðuna við Guðbjörgu Kristmundsdóttur, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.

Umræða um íslenskuna hefur verið áberandi undanförnu. Í tilefni viku íslenskrar tungu hefur almannarómur ráðist í átak. Yfirskriftin er: Þín íslenska er málið. Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms lítur við hjá okkur.

Á Alþingi í gær var til umræðu frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um símabann í grunnskólum. Við ræðum við Skúla Braga Geirdal, sviðsstjóra hjá Netvís sem hefur lengi talað fyrir símatakmörkunum, og Björn Gunnlaugsson, skólastjóra í Laugarnesskóla sem geldur varhug við þessum breytingum.

Frumflutt

12. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,