Morgunútvarpið

26. mars - Veiðigjöld, herkvaðning og Tesla

Tryggvi Freyr Elínarson, samfélagsmiðlasérfræðingur og stjórnandi hjá Datera, ræðir við okkur í upphafi þáttar um dulkóðaða samskiptaforritið Signal sem hefur verið nokkuð til umræðu eftir þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna bætti blaðamanni óvart við spjallþráð bandarískra embættismanna um árásir Bandaríkjamanna á Jemen.

Við ræðum fyrirhugaðar breytingar á veiðigjöldum við tvo þingmenn úr atvinnuveganefnd þingsins, Kristján Þórð Snæbjarnarson, þingmann Samfylkingarinnar, og Njál Trausta Friðbertsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem falið verður yfirfara lög sem koma viðurlögum við umsáturseinelti og öryggi brotaþola. Starfshópnum er meðal annars ætlað yfirfara gildandi lög um nálgunarbann og brottvísun á heimili og leggja til breytingar. Hún kemur til okkar.

Eyðið DNA-inu ykkar úr gagnagrunni 23andme samstundis - Svona hljómar fyrirsögn Washington Post þar sem sagt er frá yfirvofandi gjaldþroti erfðarannsóknafyrirtækisins. Ríkissaksóknari Californiu hefur gefið út aðvörun á svipaða leið því DNA-gagnagrunnurinn gæti verið verðmætasta og eftirsóttasta eign þrotabúsins. Fjöldi Íslendinga hefur sent lífsýni þangað til greiningar. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar ræðir málið við okkur.

Það vakti nokkra athygli í Silfrinu á mánudag þegar Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra, minntist í umræðu um varnarmál á ákvæði í lögum þar sem fram kemur lögregla geti skyldað fólk úr röðum almennings til aðstoðar í hættuaðstæðum. Við ræðum þessi ákvæði við Sigurð Örn Hilmarsson, lögmann.

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, skrifaði í gær grein sem bar heitið Tesluvandinn þar sem hún gagnrýndi fyrirtækið, og sérstaklega Elon Musk, einn eiganda þess, og fjallaði um mótmæli við sölustaði, verksmiðjur og umboðsaðila Tesla víða um heim, en hún var sjálf viðstödd slík mótmæli hér á landi um helgina. Við ræðum við hana og Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Frumflutt

26. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,