Morgunútvarpið

8. maí -Gervigreind og vinnumarkaðurinn, hleranir, Bodø/Glimt o.fl..

Kynjaþing er haldið í sjöunda sinn í ár. Auður Önnu Magnúsdóttir Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands og Tatjana Latinovic formaður þess líta við hjá okkur.

Sveitin milli sanda, Nylon-slagari og Papirsklip með Kim Larsen eiga kannski ekki margt sameiginlegt en Bergur Ebbi Benediktsson og Snorri Helgason hafa þó kafað ofan í öll þessi lög og fleiri perlur í Fílalag seríu þeirra sem klárast í dag. Við gerum seríuna upp með þeim.

Í gær ræddum við við tvo þingmenn efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála hér á landi og þar var sjónum meðal annars beint mögulegum áhrifum gervigreindar á íslenskan vinnumarkað. Við ræðum þau mál betur við Arnald Sölva Kristjánsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, og sérfræðing í vinnumarkaðshagfræði.

Rakið var í Kastljósi í gær hvernig á fjórða tug upptaka og hundruð uppskrifta úr símtalshlerunum er finna í gögnum úr fórum fyrirtækisins PPP. Upptökurnar eru afrakstur hlerana í tengslum við rannsóknir sérstaks saksóknara á svokölluðum „hrunmálum“. Við ræðum málið við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra.

Jóhann Már Helgason, sparkspekingur og sérfræðingur í fjármálum knattspyrnufélaga, ræðir við okkur um ótrúlegan árangur og sögu norska liðsins Bodø/Glimt sem mætir Tottenham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í hópi sex utanríkisráðherra sem kalla eftir ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum um auknar hernaðaraðgerðir á Gaza. Magnús Magnússon hjá Samtökunum Ísland Palestína kemur til okkar í lok þáttar.

Frumflutt

8. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,