Morgunútvarpið

13. október - Barnaafmæli, gull og knattspyrna

Jón Björn Blöndal, bóndi í Langholti í Bæjarsveit, verður á línunni hjá okkur í upphafi þáttar en hann hefur verið bjóða fólki koma til sín á akurinn og tína beint upp úr honum kartöflur og gulrætur, gegn vægu gjaldi.

Virði gulls náði nýjum hæðum í síðustu viku og þykir það til marks um auknar áhyggjur fjárfesta af stöðu mála á mörkuðum heimsins. Margir eru sagðir hafa leitað sér skjóls með því fjárfesta peningum sínum í gulli og hefur virði gulls hækkað um rúmlega fimmtíu prósent á þessu ári. Við ræðum málið við Ásgeir Brynjar Torfason doktor í fjármálum og ritstjóra Vísbendingar.

Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, fer yfir fréttir úr heimi tækninnar.

Talsverð umræða hefur skapast um leiðbeiningar sem Reykjavíkurborg hefur gefið út varðandi hvernig skal halda afmæli í grunnskólum borgarinnar. Við ræðum það við Sigurð Sigurðsson framkvæmdastjóra Heimilis og Skóla.

Helga Margrét Höskuldsdóttir fer yfir íþróttir helgarinnar.

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og knattspyrnuspekúlant, ræðir við okkur um Curacao sem gæti orðið fámennasta þjóðin til taka þátt á HM í knattspyrnu, og þannig bætt met Íslendinga.

Frumflutt

13. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,