Íranska þingið hefur samþykkt að taka fjögur núll af gjaldmiðli landsins. Kjartan Orri Þórsson, sérfræðingur í málefnum landsins, fer yfir málið með okkur.
Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, fer yfir fréttir úr heimi vísindanna.
Talsvert hefur verið tekist á um tillögur stýrihóps að umbótum á náms- og starfsumhverfi leikskóla í Reykjavíkurborg sem voru lagðar fyrir í borgarráði í síðustu viku. Guðrún Sólveig leikskólastjóri í leikskólanum Rauðhól og Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri í Drafnarsteini koma til okkar í spjall um málið.
Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður, fer yfir helgina og það sem framundan er í vikunni.
Hefðbundin þingstörf hefjast aftur í dag eftir kjördæmaviku og kílómetragjaldið er á dagskrá. Við ræðum við Örnu Láru Jónsdóttur, þingmann Samfylkingarinnar, og Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknarflokksins
Frumflutt
6. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.