Morgunútvarpið

11. apríl - Ferðaþjónusta, gervigreind og málverkafalsanir

Skíðagöngukeppnin Fossavatnsgangan fer fram á Ísafirði og fagnar á sama tíma 90 ára afmæli. Kristbjörn Róbert Sigurjónsson, starfsmaður göngunnar, verður á línunni hjá okkur í upphafi þáttar.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, velti því fyrir sér í Morgunblaðinu í gær hvort ráðherrar í ríkisstjórn Íslands séu staddir í raunheimum þegar þeir skoði frekari skattlagningu og gjaldtöku á ferðaþjónustuna. Við ætlum ræða þau mál við Ingibjörgu Isaksen, þingflokksformann Framsóknar, og Ingvar Þóroddsson, þingmann Viðreisnar.

Vefsíðan AI 2027 hefur vakið nokkra athygli síðan hún fór í loftið á dögunum, en þar spá sérfræðingar í gervigreind hvernig hún muni breyta heiminum á næstu árum - og þar kemur meðal annars fram á næstu tveimur árum leiði gervigreind til meiri breytinga á samfélaginu en iðnbyltingin gerði á sínum tíma. Við ræðum það sem þarna kemur fram við Hafstein Einarsson, dósent við Háskóla Íslands, og sérfræðing í gervigreind.

Við ætlum vita meira um sýningu hjá á Listasafni Íslands sem fjallar um málverkafalsanir og eftirlíkingar. Markmið sýningarinnar er auka vitneskju almennings um málverkafalsanir. Við fáum til okkar sýningarstjórana Dagnýju Heiðdal og Ólaf Inga Jónsson forvörð.

Lóa Björk Björnsdóttir lestarstjóri á Rás 1 og Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður og aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fara yfir fréttir vikunnar með okkur.

Frumflutt

11. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,