Morgunútvarpið

22. ágúst -Tónaflóð, málfar ráðherra, menntamál o.fl..

Matthías Már Magnússon dagskrárstjóri Rásar 2 kemur og hitar upp fyrir tónaflóði morgundagsins.

Við ræðum innrás Ísraelsmanna í Gaza borg, þvert á ákall alþjóðasamfélagsins. Möguleika á vopnahléi og fleira Magneu Marínósdóttur alþjóðastjórnmálafræðing.

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslensku, ræðir við okkur um umræðu um málfarsvillur menntamálaráðherra í viðtali á Bylgjunni í gær.

Víða byrja börn aftur í grunnskóla í dag eftir sumarfrí. Við ætlum ræða stöðu menntamála við Guðmund Ara Sigurjónsson, þingflokksformann Samfylkingarinnar, og Jóni Pétri Zimsen, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, en báðir þekkja grunnskólastarfið vel.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar með Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka, og Frey Eyjólfssyni, fjölmiðlamanni.

Frumflutt

22. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,