Morgunútvarpið

28. mars - Hull, Sundabraut og samband Kína og Íslands

Sigfús Ólafur Helgason verður á línunni frá Hull í upphafi þáttar en hann er þar ásamt rúmlega fjörutíu manna hópi frá Akureyri sem á það sameiginlegt hafa stundað sjómennsku.

Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Vegagerðinni, heldur í dag erindi á degi verkfræðinnar um fjármögnun stærri verkefna með gjaldtöku þar sem fjallað verður til dæmis um Ölfusárbrú og Sundabraut. Við ræðum þau mál við hann.

Pétur H. Ármannsson, sviðstjóri og arkitekt hjá Minjastofnun, ræðir við okkur um frumvarp sem rætt var á þingi í gær um breytingar á lögum um menningarminjar.

Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn sagði á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál í gær, njósnir vera stundaðar á Íslandi, meðal annars af Kínverjum. Það hafi verið viðkvæmt umræðuefni en tímabært opna á það. Við ræðum samband Íslands og Kína við Geir Sigurðsson prófessor í kínverskum fræðum.

Fréttir vikunnar eru á sínum stað. Aðalsteinn Kjartansson aðstoðarritstjóri Heimildarinnnar og Þórhildur Þorkels framkvæmdastjóri ráðgjafa- og samskiptafyrirtækisins Brúar Strategy koma til okkar.

Frumflutt

28. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,