Morgunútvarpið

5. september - Landsleikur, spilafíkn og tómstundir

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Aserbaísjan í undankeppni HM 2026 í kvöld. Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar, stuðningssveitar íslensku landsliðanna, mætir til okkar í upphafi þáttar og hitar upp.

Það vakti athygli okkar á samfélagsmiðlum Guls septembers var sjónum beint verkefninu Karlar í skúrum þar sem eldri menn hittast og vinna ýmsum verkefnum. Við ræðum við formanninn Jón Bjarna Bjarnason.

Sagt var frá því í vikunni eigendur Ölvers í Glæsibæ hafi ákveðið hætta með spilakassa á staðnum. Við ræðum málið við Ölmu Björk Hafsteinsdóttur formann Samtaka áhugafólks um spilafíkn.

Við höldum áfram ræða íþrótta- og tómstundaiðkun barna eftir átta fréttir, þá með Skúla Helgasyni, formanni menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar og Aðalsteini Hauki Sverrissyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins.

Við förum yfir fréttir vikunnar með Tótlu I. Sæmundsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla og Kára Hólmari Ragnarssyni, lektori í þjóðarrétti við HÍ.

Frumflutt

5. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,