Morgunútvarpið

10. apríl -Heilaheilsa, hagræðingar í Kópavogi, umræða um umræðu o.fl.

Við ræðum hagræðingaraðgerðir í Kópavogu við Andra Stein Hilmarsson bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur bæjarfulltrúa Pírata.

Við höldum áfram ræða umræðu um aðild Íslands Evrópusambandinu en í fréttum í gær var það nefnt ríkisstjórnin ætli ekki taka opinbera afstöðu til málsins áður en til atkvæðagreiðslunnar kemur -en vill styðja við upplýsingagjöf til almennings. Og þá nefndi forsætisráðherra verið væri skoða hvort það eigi fara í fjárveitingu til styrkja málstofur og umræðu því umræðan þyrfti vera málefnaleg og sanngjörn. En getur ríkið með fjármagni tryggt slíkt? Við ræðum við Andrés Jónsson, almannatengil.

Róbert Farestveit, aðalhagfræðingur ASÍ, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við höldum áfram ræða afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks.

Stefán Pálsson, sagnfræðingur, ræðir við okkur um sögulegt samhengi sniðgangna og mótmæla í íþróttum í ljósi leikja Íslands og Ísrael í handboltanum.

Fer minni okkar og heilaheilsu raunverulega hrakandi? Á hið umtalaða heilaþrot eða brainrot stoð í raunveruleikanum? Hvað getum við gert til vinna gegn þeirri þróun? Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Sérfræðingur í klínískri sálfræði og stofnandi heilaheilsu ræðir við okkur um það.

Frumflutt

10. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,