Morgunútvarpið

11. Des -Framtíð Holtsgötu, ekkert Euro og leturgerðir í pólitík

Óvenjumörg alvarleg umferðarslys hafa orðið síðustu vikur. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leit við hjá okkur.

Íbúar við Holtsgötu í vesturbæ Reykjavíkur hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðu niðurrifi tveggja húsa til byggja stærri fjölbýlishús á reitnum. Haldinn verður íbúafundur vegna þessa í kvöld. Grímur Hákonarson og Kristín Huld Sigurðardóttir eru tveir skipuleggjenda fundarins og kíktu til okkar.

Í gær var ljóst Ísland verður ekki með í Eurovision í Austurríki næsta vor. Ísland bætist þar með í hóp með Spáni, Írlandi, Slóveníu, Belgíu og Hollandi, sem lýstu yfir í síðustu viku þau yrðu ekki með í keppninni ef Ísrael fengi taka þátt. Stefán Eiríksson leit við í Morgunútvarpinu og ræddi við okkur þessa ákvörðun.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað bandarískum sendiráðum og sendifulltrúum hætta nota leturgerðina Calibri og byrja aftur nota Times New Roman. Fjölmiðlar hafa vitnað í minnisblað þar sem utanríkisráðherrann Marco Rubio kallar ákvörðun ríkisstjórnar Joe Biden um nota Calibri í stað Times New Roman „sóun“ í nafni aðgerða í þágu fjölbreytileika. Skiptar leturgerðir svona gríðarlegu máli? Sveinbjörn Pálsson, grafískur hönnuður, kom í Morgunútvarpið og ræddi málið.

Golfklúbburinn Oddur hefur tekið upp sérstakt biðlistagjald upp á 4.000 krónur. 1.523 einstaklingar eru á biðlistanum og er gjaldið tekið upp til betri yfirsýn og stýra biðlistanum á skilvirkari hátt. Langir biðlistar eru í flesta golfklúbba höfuðborgarsvæðisins en Oddur er fyrsti klúbburinn sem tekur upp þetta fyrirkomulag. Við heyrðum í framkvæmdastjóranum Haraldi Haraldssyni og fengum hann til útskýra málið.

Frumflutt

11. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.

Þættir

,