Morgunútvarpið

2. maí -Fríhöfnin, ESB og verkalýðshreyfingin, Abrego Garcia o.fl..

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum kröfur nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli sem félagið hefur gagnrýnt.

Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, fer yfir fréttir úr heimi vísindanna.

Við ræðum mál Abrego Garcia, manns sem var ranglega sendur í fangelsi í El Salvador. Trump segist geta endurheimt hann en ætli þó ekki gera það. Samúel Karl Ólason blaðamaður á Vísi hefur kafað ofan í málið sem hefur vakið óhug. Hann ræðir það við okkur.

Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, verða gestir okkar eftir átta fréttir en Dagbjört skrifaði grein í gær í tilefni 1. maí um verkalýðshreyfingin ætti næsta leik í Evrópuumræðunni. Hugsanleg Evrópusambandsaðild risavaxið kjaramál.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar með góðum gestum í lok þáttar, Guðmundi Heiðari Helgasyni, almannatengli, og Hallgerði Kolbrúnu E. Jónsdóttur, fréttamanni.

Frumflutt

2. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,