Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum kröfur nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli sem félagið hefur gagnrýnt.
Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, fer yfir fréttir úr heimi vísindanna.
Við ræðum mál Abrego Garcia, manns sem var ranglega sendur í fangelsi í El Salvador. Trump segist geta endurheimt hann en ætli þó ekki að gera það. Samúel Karl Ólason blaðamaður á Vísi hefur kafað ofan í málið sem hefur vakið óhug. Hann ræðir það við okkur.
Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, verða gestir okkar eftir átta fréttir en Dagbjört skrifaði grein í gær í tilefni 1. maí um að verkalýðshreyfingin ætti næsta leik í Evrópuumræðunni. Hugsanleg Evrópusambandsaðild sé risavaxið kjaramál.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar með góðum gestum í lok þáttar, Guðmundi Heiðari Helgasyni, almannatengli, og Hallgerði Kolbrúnu E. Jónsdóttur, fréttamanni.