Morgunútvarpið

25. feb - Meðalmennska, hugvíkkandi efni og landsleikur

Berglind Björk Hreinsdóttir, sérfræðingur í mannauðsstjórnun, verður gestur okkar í upphafi þáttar en hún skrifaði í gær grein á Vísi um leiðtoga- og stjórnendavanda þar sem hún ræddi skaðlega meðalmennsku í stjórnun.

Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur og teymisstjóri hjá HMS og Drengur Óla Þorsteinsson, verkefnastjóri leigumála HMS kíkja til okkar í spjall um leigumarkaðinn.

Axel Kristinsson, sjálfstætt starfandi sagnfræðingur, ræður við okkur um upphaf stéttskiptingar á Íslandi. Hann heldur í dag erindi þar sem fjallað er um þá hugmynd Ísland hafi verið stéttlaust samfélag.

Ráðstefna um hugvíkkandi efni hefst formlega á fimmtudag. Við ræðum málið við Engilbert Sigurðsson,prófessor í geðlæknisfræði við og yfirlæknir á LSH og Söru Maríu Júlíudóttur sem fer fyrir ráðstefnunni.

Guðmundur Jóhannsson fer yfir fréttir úr heimi tækninnar.

Almarr Ormarsson, íþróttafréttamaður, verður á línunni frá Frakklandi í lok þáttar en íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir sterku liði Frakka í kvöld.

Frumflutt

25. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,