Helga Hilmisdóttir, rannsóknarprófessor sem þekkir vel til í finnskum stjórnmálum og samfélagi, ræðir við mig um niðurstöður kosninga þar í landi og breytta heimsmynd í upphafi þáttar.
Gert er ráð fyrir að Christine Lagarde bankastjóri Evrópska seðlabankans lækki stýrivexti bankans á skírdag. Eiríkur Ragnarsson, hagfræðingur, ræðir við mig um áhrif tollastefnu Trump á Evrópu og efnahaginn á evrusvæðinu sem nokkuð er deilt um þessa dagana.
Bjarni Freyr Rúnarsson, sviðsstjóri eftirlitssviðs Persónuverndar, verður gestur minn fyrir átta fréttir þegar við ræðum umræðu um að evrópskt regluverk komi í veg fyrir tækniframfarir og dragi úr samkeppnishæfni.
Þær eru ófáar fermingarnar þessa dagana. Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju, stendur í ströngu og ræðir við mig um það sem unga fólkið nefnir helst í fermingarfræðslunni og church bro-áhrifin.
Sævar Helgi Bragason ræðir við mig um fréttir úr heimi vísindanna.
Fjölmennasti árgangur Íslandssögunnar lýkur grunnskólanámi í vor. Barna- og menntamálaráðherra segist engar áhyggjur hafa af skorti á framhaldsskólaplássum í haust því ráðstafanir verði gerðar. Ég ræði við Guðjón Hrein Hauksson, formann Félags framhaldsskólakennara, um þessar ráðstafanir og um breytingar á inntökuferlinu.