Við ræðum við Óttar Guðbjörn Birgisson, nýdoktor í íþrótta- og heilsufræði, um flókið samspil netsamskipta og heilsu ungmenna.
Hefur þú hent flík sem þú sérð ennþá eftir? Keypt garn sem aldrei varð að peysu? Lofað að sauma gat en aldrei gert það? Hrafnhildur Gísladóttir og
Hildigunnur Sigurðardóttir stofnendur Textílbarsins lofa þá að mæta þér með skilningi í textílsyndaklefanum. Þær kíkja til okkar og gefa okkur forsmekk.
Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun. Áki Ármann Jónsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, ræðir þau mál.
Á mánudag ræddum við við Pétur Óskarsson formann Samtaka ferðaþjónustunnar sem kvartaði sáran undan skorti á markaðsherferðum m.a. í Bretlandi. Íslandsstofa hefur nú svarað kallinu. Við fáum til okkar Daníel Oddsson, fagstjóra markaðsherferða og Oddnýju Arnarsdóttur fagstjóra ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.
Við höldum síðan áfram umræðu um sérstaka stöðu á húsnæðismarkaði og verðtrygginguna. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, bregst við viðbrögðum bankanna og fasteignasala undanfarna daga.
Snorri Helgason er ekki aðeins stórgóður dægurlagahöfundur og söngvari heldur er hann líka listakokkur. Nú býður hann fólki upp á það sem hann kallar Snossgæti -allsherjargúrmestöff, mat vín og vínyl pörun. Við viljum vita meira. Snorri lítur við í lok þáttar.