Morgunútvarpið

10. mars - Grænland, VR og launajöfnuður

Við byrjum á heilanum - Kamilla Rún Jóhannsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar HR kemur til okkar í fyrsta bolla. Alþjóðleg heilavika er hafin og HR tekur þátt í henni. Við fáum heyra af því hvað er áhugaverðast í heilarannsóknum þessa stundina.

Kjartan Orri Þórsson, sérfræðingur í málefnum Írans, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ræðum þau tíðindi helgarinnar klerkastjórnin í Íran hafi ekki áhuga á semja við Bandaríkin um kjarnorkuáætlanir, en Trump sagði frá því í viðtali á föstudag hann hefði sent írönskum stjórnvöldum bréf þar sem hann bauð upp á samningaviðræður.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, sagði í gær eðlilegt setja viðmið milli hæstu og lægstu launa borgarinnar þegar rædd voru laun borgarstjóra. Hver myndu áhrif slíkrar nálgunar vera? Við ræðum það við Arnald Sölva Kristjánsson, lektor í hagfræði og sérfræðing í fjármálum hins opinbera.

Kosn­ing­ar fara fram í Græn­landi á þriðju­dag­inn, helsta umræðuefnið í aðdrag­anda þeirra hef­ur verið mögu­legt sjálf­stæði Grænlendinga. Þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir og Halla Hrund Logadóttir eru í Norðurlandaráði og koma til okkar ræða kosningarnar og stöðu Grænlands í alþjóðamálum.

Við förum yfir íþróttir helgarinnar, eins og alltaf á mánudögum.

Kosningu til formanns VR, stærsta stéttarfélags landsins, lýkur í vikunni og við ætlum ræða við þau sem bjóða sig fram til formanns, í dag Flosa Eiríksson og Höllu Gunnarsdóttur.

Frumflutt

10. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,