Morgunútvarpið

27. ágúst -Hitamet, verðlag, mannanöfn o.fl..

Steinþór Snær Þrastarson, skólastjóri í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla, verður á línunni í upphafi þáttar þegar við ræðum snjallsímabann á skólatíma.

Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri Tjarnarbíós lítur við í spjall ásamt leikkonunni Aldísi Ósk Davíðsdóttur.

Hvert hitametið á fætur öðru féll í vor og í sumar. Árið hefur einkennst af óvenjulegum hlýindum. Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna, fer yfir helstu tíðindi á árinu hingað til.

Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við höldum áfram umræðu um vöruhækkanir og verðlag.

Helga Margrét Höskuldsdóttir verður á línunni frá Póllandi þar sem Evrópumeistaramótið í körfubolta hefst í dag.

Í gær var greint frá því mannanafnanefnd hefði samþykkt nafnið Snjókaldur. Nefndin skoðaði hvort nafn leitt af lýsingarorði bryti í bága við íslenskt málkerfi en taldi svo ekki vera þó slíkt væri óalgengt. Jóhannes B. Sigtryggsson, rannsóknardósent sem situr í nefndinni, verður gestur okkar í lok þáttar.

Frumflutt

27. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,