Morgunútvarpið

8. apríl -Seðlabankastjóri, woke og lestur barna

Við ræðum bókina Amelía og Óliver sem er sérstaklega skrifuð til auka og dýpka lesskilning og orðaforða barna. Kristín Björg Sigurvinsdóttir lögfræðingur og Sigrún Alda Sigfúsdóttir talmeinafræðingur eru höfundar bókarinnar og líta við í fyrsta bolla.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, verður gestur okkar þegar við ræðum stöðuna í efnahagsmálum og áhrif tollastríðs

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því svissneska síðdegis í dag. Helga Margrét Höskuldsdóttir, íþróttafréttamaður, stýrir umræðu fyrir og eftir leik og lítur til okkar í upphitun.

Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, fer yfir fréttir úr heimi tækninnar.

Um fátt er meira deilt þessa dagana en hugtakið woke. Við ræðum það og hugmyndafræðina sem því tengist við tvo þingmenn, Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Maríu Rut Kristinsdóttur, þingmann Viðreisnar.

Frumflutt

8. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,