Morgunútvarpið

18. feb. -Alþjóðamál, bankaviðskipti og fullkomin eggjasuða

Landbúnaðarháskóli Íslands og Matvæla- og næringarfræðideild bjóða í vikunni til málþings um fæðuöryggi hér á landi. Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við Landbúnaðarháskólann, er einn þeirra sem heldur erindi og hann verður gestur okkar í upphafi þáttar.

Kristján Ingi Mikaelsson, einn stofnenda Visku Digital Asset, ræðir við okkur um rafmyntamarkaðinn en þar hefur margt gengið á síðustu daga.

Í gær ræddum við við trúnaðarmann kennara í Breiðholtsskóla sem sagði kennarar væru úrræðalausir gagnvart ofbeldi nemenda í skólum og þá vildi hún stefnan um skóla án aðgreiningar yrði endurskoðuð. Við ræðum þessi mál áfram, við Þorstein Sæberg, formann Skólastjórafélags Íslands.

Við ræðum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um væringar í alþjóðamálum.

Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, kemur í sitt hálfsmánaðarlega spjall um fréttir úr heimi vísindanna.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum þá gagnrýni sem hefur komið fram vegna hugmynda um sameiningu Arion banka og Íslandsbanka.

Frumflutt

18. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,