Morgunútvarpið

17. mars - Jarðhræringar, ríkisrekstur og ballet

Jovana Pavlovic, mannfræðingur, verður á línunni í upphafi þáttar þegar við beinum sjónum okkar ástandinu í Serbíu en hundruð þúsunda mótmæltu í höfuðborginni þar í landi á laugardag þegar mánaðalöng mótmælaalda náði nýjum hæðum.

Margir bjuggust við eldgosi um helgina en allt kom fyrir ekki og enn er allt með kyrrum kjörum. Við tökum stöðuna með Freysteini Sigmundssyni jarðeðlisfræðingi.

Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, ræðir við okkur um bandarískar loftárásir á yfirráðasvæði Húta í Jemen um helgina, áhrif þeirra og framhaldið.

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Eiríkur Björn Björgvinsson, þingmaður Viðreisnar, verða gestir okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum ríkisreksturinn en á þingi í dag verður lagt fram frumvarp um margumrædda stöðugleikareglu.

Við förum yfir íþróttir helgarinnar með íþróttadeildinni, venju samkvæmt á mánudegi.

Logi Guðmundsson 18 ára nemandi í Balletskolanum i SanFran hefur verið boðin atvinnumannasamningur frá San Francisco balletflokknum næsta vetur. Logi var aðeins 16 ára gamall þegar hann fór einn út til þess eltast við risastóra drauma. Við spjöllum við mömmu hans, Helenu Björk Jónasdóttur og dansþjálfarinn hans Nönnu Ólafsdóttur um ævintýrið.

Frumflutt

17. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,