Morgunútvarpið

16. september - HM í frjálsum, Kína og svikapóstar

Sigurbjörn Árni Arngrímsson ræðir við okkur í upphafi þáttar um stöðuna á HM í frjálsum íþróttum.

Eiríkur Ragnarsson, hagfræðingur, verður á línunni frá Þýskalandi þegar við ræðum hergagnaframleiðslu.

Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum, verður gestur okkar fyrir átta fréttir þegar við höldum áfram umræðu um fyrirhugaðan fund Höllu Tómasdóttur, forseta, með Xi Jinping, forseta Kína.

Fannar Jónasson ætlar hætta sem bæjarstjóri Grindavíkur eftir þetta kjörtímabil. Þessu greinir Fannar frá viðtali við Víkurfréttir sem birt var um helgina. Við fáum hann í kaffi til líta yfir ótrúlega tíma hans í embætti.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikapóstum. Í tilkynningu þeirra segja þau ekkert lát er á svikapóstum þessar vikurnar og mánuðina. Við förum yfir það með Guðjóni Rúnari Sveinssyni rannsóknarlögreglumanni.

Frumflutt

16. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,