Morgunútvarpið

10. okt -Landsleikur, Laxness og litlu börnin

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir því úkraínska í dag í leik sem skiptir miklu máli þegar kemur því komast á heimsmeistaramótið á næsta ári. Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar, hitar upp með okkur.

Um fátt var meira fjallað um í gær en bækur Halldórs Laxness séu á hraði útleið af leslistum framhaldsskólanna. Við ræðum þessi mál við Guðjón Ragnar Jónsson, íslenskukennara við Menntaskólann í Reykjavík sem tekur í næsta mánuði við embætti skólameistara framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu.

Brynhildur Pétursdóttur, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, ræðir við okkur um nýjar rannsóknir á barnamat.

Um miðjan mánuðinn verður gengið til atkvæða á fundi Alþjóðasiglingamálastofnunar um nýtt kerfi um losunarheimildir í siglingum, svokallað Net-Zero Framework. Við fáum til okkar Sigríði Margréti, framkvæmdastjóra SA, og Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu sem vilja tryggja hagsmunagæslu Íslands þegar kemur þessu.

Pia Hansson forstöðumaður alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur fara með okkur yfir fréttir vikunnar.

Frumflutt

10. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,