Morgunútvarpið

Heimsveldi takast á við Íslandsstrendur, netverslanir með áfengi, leikskólamál í borginni og svindlsíður selja hnífa

Bandaríkin tóku yfir olíuflutningaskipið Marinera sem siglir undir rússneskum fána um það bil 200 kílómetra frá ströndum Íslands í gær. Bandaríkin höfðu veitt skipinu eftirför í rúmar tvær vikur en það var á leið til Venesúela. Rússar höfðu sent herskip sín, þar af einn kafbát, til fylgdar skipinu. Við slóum á þráðinn til Dr. Bjarna Márs Magnússonar hafréttarsérfræðings.

Umræðan um vefverslanir með áfengi hefur verið áberandi á nýju ári. Eigendur áfengisverslunarinnar Sante birtu opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis á dögunum og sökuðu yfirvöld um bregðast skyldu sinni með því taka ekki afstöðu til lagalegrar stöðu netverslana með áfengi. Víðir Reynisson formaður nefndarinnar svaraði bréfinu í Morgunútvarpinu á þriðjudag og sagði eðlilegt dómstólar skeri úr um túlkanir á lögum. Við tókum annan snúning á málinu með Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Ólöf Eiríksdóttir, formaður foreldraráðs leikskólans Funaborgar, gagnrýnir skipulagða fáliðun leikskólans en börnin þurfa vera heima í einn og hálfan dag í hverri viku. Hún kallar eftir aðgerðum af hálfu borgarinnar en foreldrar hafa neyðst til grípa til sinna ráða og skipta með sér daggæslu fyrir börnin sín, með tilheyrandi raski. En hefur hún fengið einhver viðbrögð frá borginni? Ólöf mætti í Morgunútvarpið.

Michelin-kokkurinn Gunnar Karl Gíslason er lenda í því þriðja skipti nafn hans og ímynd notuð af svindlsíðum til auglýsa vörur í hans nafni. Fyrst voru það pönnur, skurðarbretti og annar eldhúsbúnaður og er nafn hans notað til selja hnífa. Við heyrðum í Gunnari Karli.

Frumflutt

8. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,