Morgunútvarpið

18. Desember -Meiriháttar ljót markísa, fæðingasögur feðra, púlsinn o.fl..

Hafnfirðingurinn Ingi Hrafn Arnarson reyndi í gær gefa markísu sem var hans sögn fáránlega ljót. Hann gaf fólki ekki meiri upplýsingar en það en tók fram skilyrði fyrir því eignast „alveg meiriháttar ljóta“ markísu væri mæta og taka hana niður. Það er ekki mikið meira um þetta mál segja nema Morgunútvarpið varð forvitnast um hvernig gekk gefa markísuna ljótu. Við sláum því á þráðinn til Inga.

Ísak Hilmarsson birti í gær einskonar hugvekju á Vísi þar sem hann hvatti fólk til ræða fæðingarsöguna sína við foreldra sína, maka sinn og jafnvel börn. Sagði hann tilfinningarnar sem við upplifum gjörólíkar og velti hann fyrir sér hvort það hreinlega til mikilvægari saga til segja. Við bjóðum Ísak í kaffi til ræða fæðingarsögur.

Hver er maður ársins? Hlustendur Rásar 2 velja mann ársins með því hringja inn í hina ýmsu þætti á rásinni og Morgunútvarpið lætur ekki sitt eftir liggja og opnar fyrir símann.

Sex dagar í jól og taugakerfið þanið? Sigrún Þóra Sveinsdóttir er doktor í lífeðlislegri sálfræði og ætlar segja okkur hvernig við pössum púlsinn á jólunum.

Frumflutt

18. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.

Þættir

,