Morgunútvarpið

3. október - Framkvæmdahávaði, hænur og landsleikir

Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar, stuðningssveit íslensku landsliðanna í knattspyrnu, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum landsleikjagluggann framundan, liðið og uppseldan Laugardalsvöll.

Jóhanna G. Harðardóttir, hænsnabóndi, ræðir við okkur um íslensku landnámshænuna og námskeið sem hún hélt nýlega á vegum Landbúnaðarháskólans um hænsnahald fyrir hinn almenna borgara.

Nokkuð var rætt og deilt um hávaða sem fylgir framkvæmdum vegna frétta um höggbor á Grettisgötu í gær. Við ræðum þessi mál almennt við Hildi Ýr Viðarsdóttur, lögfræðing og formann Húseigendafélagsins.

Fréttir vikunnar: Bogi Ágústsson og Berghildur Erla.

Frumflutt

3. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,