Kvöldfréttir útvarps

Ákært fyrir manndráp á menningarnótt, vopnahlé í Líbanon heldur ekki og Grímseyingar búnir að kjósa

Héraðssaksóknari hefur ákært pilt fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps. Hann réðst á og stakk þrjú ungmenni á Menningarnótt í Reykjavík. Sautján ára stúlka lést af sárum sínum.

Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah í Líbanon virðist ekki halda. Líbanski herinn segir Ísraela þverbrjóta vopnahlésamkomulag frá því í fyrradag.

Allir Grímseyingar á kjörskrá eru búnir kjósa utan kjörfundar. Atkvæði þeirra verða komin til Akureyrar á morgun. Fylgi Miðflokksins minnkar og Vinstri græn næðu ekki á þing samkvæmt skoðanakönnunum dagsins. Gengi Flokks fólksins og Framsóknar hækkar.

Frestur til áfrýja dómi sem felldi búvörulög úr gildi rennur út á mánudag, Samkeppniseftirlitið hefur ekki ákveðið hvort honum verði áfrýjað.

Frumflutt

28. nóv. 2024

Aðgengilegt til

28. nóv. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,