Kvöldfréttir útvarps

Kosningaveðrið, hækkun varnargarða, óframkvæmanleg aðgerðaáætlun loftslagsmála, Pakistan, millilandaflug og kötturinn Diego

Leiðindaveður er í kortunum á kjördag en líka mikil óvissa í spám, segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Búið er semja við björgunarsveitir í nánast öllu Norðvesturkjördæmi um flutning á kjörgögnum.

Hækka þarf varnargarðana við Svartsengi og Bláa lónið um fjóra metra og breikka þá um tólf. Vinna við það hefur staðið síðan um helgina og miðar vel sögn verkstjóra.

Gildandi aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er óframkvæmanleg eins og hún er og viðsnúningur stjórnvalda varðandi hreinorkubíla alvarleg mistök. Þetta segir formaður Loftslagsráðs.

Átök, sem urðu 82 bana í Pakistan í síðustu viku, eru hafin á ný, þar sem vopnahléssamningar, sem tókst með herkjum fram um helgina, héldu ekki.

Nærri tvö þúsund og fjögur hundruð ferðamenn komu með beinu flugi frá útlöndum til Akureyrar og Egilsstaða í fyrra. Fjárhagslegur ávinningur var tæplega hálfur milljarður króna.

Og frægasti köttur landsins er horfinn. Á upptöku úr öryggismyndavél verslunar í Skeifunni sjá manneskju ganga upp kettinum Diego, taka hann upp og ganga með hann út.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Ásta Hlín Magnúsdóttir

Tæknimaður: Markús Hjaltason

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

25. nóv. 2024

Aðgengilegt til

25. nóv. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,