Kvöldfréttir útvarps

Rússar lækka þröskuld vegna kjarnavopna, stopp á sameiningu afurðastöðva, enn ósamið hjá kennurum og læknum

Rússland hefur lækkað þröskuldinn til þess beita kjarnavopnum. Þetta er svar við leyfi Bandaríkjanna fyrir því Úkraínuher beiti langdrægum vopnum gegn Rússlandi.

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir stöðu kjötafurðastöðva flókna og nauðsynlegt skýra lagalega stöðu þeirra fyrir samruna. Eftirlitið fór fram á stöðvun slíkra samruna í dag.

Nemendur á Litla Hrauni hafa ekki geta stundað nám sökum kennaraverkfallsins í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Formaður félags fanga segir rof á náminu stefna bata og endurhæfingu fanga í voða.

Hvorki hefur samist í kjaradeilu kennara lækna á fundum í dag. Áfram verður reynt á morgun, en lausn er ekki í sjónmáli.

Frumflutt

19. nóv. 2024

Aðgengilegt til

19. nóv. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,