Kvöldfréttir útvarps

Skriðuföll, vændi, dauðsföll vegna Covid, Smith segir af sér og mikla mjólkurkýrin Bleik

Búist er við frekari skriðuföllum á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum á morgun. Sérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi skriðuhrinu þá mestu á þessari öld.

Vændiskaupendur gefa fólki í vændi einkunnir á samfélagsmiðlum. Talskona Stígamóta segir þetta minna á kjötmarkað og lagabreyting fyrir 15 árum hafi ekki haft þau áhrif sem vonast var til.

Mannfall vegna Covid - 19 varð minnst í Svíþjóð og á Íslandi en mest í Búlgaríu. vísindagrein sýnir áhrif faraldursins á dauðsföll á þeim fjórum árum sem hann varði.

Fullyrt er Jack Smith, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, stefni á segja af sér áður en Donald Trump tekur við embætti sem forseti landsins. Talið er líklegt hafin verði rannsókn á störfum Smith eftir hann lætur af störfum.

Og kýrin Bleik mjólkar allra kúa mest hér á landi.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Frumflutt

13. nóv. 2024

Aðgengilegt til

13. nóv. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,