Kvöldfréttir útvarps

Afstaða hefur áhyggjur og Dagur í landsmálin

Félag fanga lýsir áhyggjum af úrræðaleysi eftir afplánun fyrir menn sem metnir eru hættulegir. Félagið hafi varað ítrekað við illa gæti farið, sem hafi raungerst, meðal annars í máli mannsins sem er grunaður um hafa banað móður sinni.

Dagur B. Eggertsson tilkynnti í dag hann muni skipa annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir komandi þingkosningar. Ríkisstjórnarflokkarnir myndu gjalda afhroð í kosningunum samkvæmt nýrri könnun Prósents.

Barnaníðingur sem reyndi brjóta á 3.500 börnum í gegnum netið var dæmdur í ævilangt fangelsi í dag. Ein stúlka svipti sig lífi og nokkrar aðrar reyndu fyrirfara sér.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir ábyrgð samningsaðila í kennaradeilunni mikla, en á sama tíma verði íslenskt samfélag fara jafna stöðu þeirra sem vinni með börnum.

Frumflutt

25. okt. 2024

Aðgengilegt til

25. okt. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,