Janúarráðstefna Festu, miðstöðvar um sjálfbærni, fer fram á morgun í Silfurbergi Hörpu undir yfirskriftinni Umbreyting er ákvörðun. Þá mun Harpa fyllast af sjálfbærnifólki,fumkvöðlum og skapandi hugsuðum og þar munu fyrirlesarar ræða loftlatsvísindi, tækni, nýsköpun, matvælaöryggi, menningu og samfélag. Ein þeirra sem ætlar þarna að tala er Arnhildur Pálmadóttir arkitekt en hún beinir sjónum sínum að sjálfbærni í hönnun og mannvirkjagerð á ráðstefnunni og hún kom til okkar ásamt Elvu Rakel Jónsdóttur framkvæmdastýru Festu.
Þúsundir flykktust í Ueno dýragarðinn í Japan á sunnudaginn til að kveðja síðustu tvær pöndur landsins sem eru á leið til Kína. Fólk stóð í röð og sumir í hátt í fjórar klukkustundir til að sjá tvíbur húnana Xiao Xiao og Lei Lei í síðasta sinn. Með brottflutningi pandanna verða Japan pöndulaust í fyrsta sinn síðan 1972. Kínverjar hafa lengi vel notað pöndur til þess að sína löndum sem þeir eiga í góum samskiptum við vinsemd og virðingu en nú vilja þeir pöndurnar til baka og bendir því allt til að aukin spenna sé komin í samskipti ríkjanna. En hvers vegna ? Helgi Steinar Gunnlaugsson sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum kom til okkar.
Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokks mælti á dögunum aftur fyrir tillögu til þingsályktunar um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri, allt árið um kring. Tillagan var lögð fram á síðasta þingi en var ekki afgreidd. Er hann bjartsýnn á að hún verði afgreidd á þessu þingi og hvað felst í tillögunni hvers vegna telur Njáll Trausti málið brýnt ?
Ísland vann stórkostlegan sigur á Slóvenum í gær og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum á EM í handbolta. Við ætlum að fara halda áfram að tala um handbolta eins og við höfum gert síðan um miðjan mánuðinn og fengum til okkar eina fyrrum handboltahetju okkar íslendinga, Róbert Gunnarsson línumann.
Hvernig eru sportbarir landsins að vígbúast fyrir átök komandi helgar ? , en við gefum okkur það að fjöldi fólks komi saman til að horfa á leikina sem framundan eru í handboltanum. Við ætlum að taka stöðuna á einum af eigendum Ölvers og hringdum í Björn Hlyn haraldsson leikara og kráareiganda.