Ljósmyndarinn Haraldur Jónasson, best þekktur sem Hari, er sérfræðingur þegar kemur að því að útbúa samloku úr hátíðarmatnum, eitthvað sem hann segir jafnvel mikilvægara en máltíðin sjálf. Við heyrðum í Hara og fengum að vita hvernig gekk með jólalokuna og hvort það standi til að útbúa áramótaloku.
Nú reynir á veðrið sem aldrei fyrr. Siggi Stormur frá Veðri ehf. var á línunni og fræddi okkur um áramótaveðrið.
Grínistinn Kjartan Logi Sigurjónsson hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum á árinu og fékk fyrir það viðurkenningu í Árinu með Gísla Marteini. Við fengum Kjartan Loga í heimsókn og fræddumst um manninn á bakvið grínið, sem hann á ekki langt að sækja enda sonur Sigurjóns Kjartanssonar.
Grínistinn og leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir setti upp fyrstu uppistandssýninguna sína á árinu. Við fengum hana í heimsókn og fórum yfir árið hjá henni og forvitnuðumst auðvitað líka um hvað er framundan hjá þessari fyndnu konu.
Frumflutt
31. des. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.